Ég spilaði körfubolta á menntaskólaárunum, þjálfari minn sendi mér kynferðisleg skilaboð og blandaði mér í forræðisdeilu sína og notaði það gegn mér þegar ég reyndi að fjarlægjast hann. Sagði mig þá trúnaðarmanneskju sína og að hann gæti ekki rætt þetta við aðra. Það var alltaf erfitt að mæta á æfingar og horfa framan í hann. Þorði ekki að segja frá þar sem ég vildi ekki að fólk teldi mig fá frípassa eða sérmeðferð hvað varðaði pláss í liðinu.