Blog

Það var alltaf erfitt að mæta á æfingar og horfa framan í hann.

Ég spilaði körfubolta á menntaskólaárunum, þjálfari minn sendi mér kynferðisleg skilaboð og blandaði mér í forræðisdeilu sína og notaði það gegn mér þegar ég reyndi að fjarlægjast hann. Sagði mig þá trúnaðarmanneskju sína og að hann gæti ekki rætt þetta við aðra. Það var alltaf erfitt að mæta á æfingar og horfa framan í hann.…

Hvað var hann að hugsa þegar hann þjálfaði mig?

Ég hitti einu sinni þjálfara sem hafði verið með mig í einstaklingsþjálfun einhverjum árum áður utan æfinga og við spjölluðum. Eftir smá spjall sagði hann mér að ef að hann væri aðeins yngri myndi hann vilja giftast mér og talaði um útlit mitt. Eftir það hugsaði ég með mér: Hvað var hann að hugsa um…

Hlutverk leikmanna að finna styrktaraðila

# Nafnlaus frásögn Körfubolti 2020  Í fyrra hjá mínu liði var búið að finna auglýsingar fyrir meistaraflokk karla en ekki kvenna. Við spiluðum fyrstu leikina án þess að hafa auglýsingar á búningunum. Það varð að okkar hlutverki að finna styrktaraðila til að styrkja okkur. Á meðan stráka megin var fólk sem sá um þetta fyrir…

Þjálfari sendir mér mynd af mér á sundfötunum

# Nafnlaus frásögn Körfubolti 2018 Þegar ég var í yngri landsliði árið 2018 æfði ég þar í heilt sumar sem varamaður. Vegna praktískra atriða gefur maður upp upplýsingar um símanúmer.  Landsliðsþálfarinn followaði mig á Instagram sem ég kippti mér ekki upp við vegna þess að hann followaði fleiri í landsliðinu. Ég followaði ekki til baka. …

Dómari stoppar mig í miðri upphitun

# Nafnalaus frásögn Körfubolti 2018 Maður þekkir marga í kring um sig sem hafa lent í svipuðu og ég las um á vefnum þínum. Ég tengdi við flokkinn óviðeigandi samskipti.  Ég er 19 ára á þessum tíma þar sem ég er á venslasamning. Þar spila ég í tveim liðum í sitthvorri deildinni. Í öðru liðinu…

Sárabót að kvennaliðið hafi unnið í bikarúrslitum

# Nafnlaus fráögn Körfubolti Karla- og kvennalið félagsins spiluðu bæði til bikarúrslita. Kvennaliðið vann en karlarnir ekki. Daginn eftir var afmælishátíð félagsins og þá hélt þekkt andlit í félaginu ræðu og sagði að sigur kvennaliðsins hefði verið sárabót

Lét vita af óviðeigandi hegðun á samfélagsmiðlum – ekki valin í landsliðshóp

# Nafnlaus fráögn Körfubolti Ekki valin í landsliðshópinn Ég er landsliðskona í körfubolta og hafði spilað í landsliðinu í 8 ár. Eftir meiðslu missti ég af nokkrum leikjum en annars var ég oftast í liðinu eða æfingahóp. A-landsliðsþjálfari óviðeigandi á samfélagsmiðlum Ég sá myndir í story hjá A-landsliðs þjálfaranum mínum og mér blöskraði. Eftir að…

Ef þú sendir myndir skal ég dæma betur

# Nafnlaust frásögn Körfubolti Dómarinn dæmir enn í dag Það er dómari sem sendir mér skilaboð á Instagram fyrir leik sem hann dæmir hjá mér. Hann sendir mér oft kynferðisleg skilaboð um hvað ég er með flottan rass og hvað það er erfitt fyrir hann að einbeita sér í leikjum. Ég var orðin pirruð á…

Misjafnir þjálfarar

# Nafnalaus frásögn Fótbolti Ég hef spilað í meistaraflokki kvenna í fótbolta í um 10 ár núna og hafa þjálfararnir sem ég hef haft verið mjög misjafnir. Að þjálfa okkur eða smíða pall/þvo þvott? Þegar ég steig mín fyrstu skref þá var sami aðalþjálfari fyrir meistaraflokk kvenna og karla. Það var samt svo augljóst hvað…

Þjálfari sýnir brjóstum leikmanns áhuga

# Nafnlaus fráögn Fótbolti Ég steig mín fyrstu skref í meistaraflokk 14 ára. Þjálfarinn hafði orð á því á nánast hverri einustu æfingu að ég væri með stór brjóst. Hann spurði mig líka óþægilegra spurninga varðandi brjóstin og brjóstastærð mjög reglulega, fyrir framan allt liðið og aðra sem nálægt voru. Þegar ég var ný búin…

Loading…

Something went wrong. Please refresh the page and/or try again.


Follow My Blog

Get new content delivered directly to your inbox.