Um Síðustu Söguna

Margrét Björg Ástvaldsdóttir félagsfræðingur safnar frásögnunum. Margrét er þjálfari körfuboltaliðsins Aþenu og leikmaður Fylkis í Úrvaldsdeild kvenna í knattspyrnu.


Hvernig varð Síðasta sagan til?

“Konur annars flokks íþróttaiðkendur”

Margrét Björg félagsfræðingur rannsakaði umgjörð fótboltaliða í efstu deild árið 2016 og bar kvenna- og karlalið saman. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu gríðarlegt kynjamisrétti í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar.

Að koma frásögnunum á yfirborðið

Eftir rannsóknina hafði Margrét áhuga á að koma frásögnum íþróttakvenna upp á yfirborðið. Það að koma fram undir nafni virtist ekki vera eitthvað sem þær væru tilbúnar í. Margrét fékk þær til að segja sögur sínar nafnlaust. Á síðunni má sjá sögur frá íþróttakonum úr körfubolta, fótbolta, handbolta og öðrum íþróttum.

Þessar konur lýsa að upplifun sín í íþróttum einnkennist af vanmætti og virðingaleysi. #Sidastasagan vísar í það að íþróttakonur vilji koma sínum sögum á yfirborðið. Dæmin eru endalaus, þær vilja ekki að þetta viðgangist.

Aðgerðir þurfa að fylgja

Vandamálið er ekki leyst með vitundarvakningu. Aðgerðir þurfa að fylgja sem ganga út á að taka á ósæmilegri hegðun aðila í valdastöðu og valdefla stelpur innan íþróttahreyfingarinnar. 

Körfuknattleiksfélagið Aþena vinnur markvisst að lausn

Margrét Björg er þjálfari hjá Aþenu. Íþróttafélagið er staðsett í Reykjavík og vinnur föstum höndum að því að styrkja stelpur. Frá heimasíðu Aþenu:

“Á meðan að kvenfólki er sýnt ójafnrétti í íþróttagreinum og ójafnvægi ríkir á milli kynja þarf Aþena að vera fyrirmynd í verki og halda uppi umræðu og vörnum. Sú vinna á ekki bara að snúa að aðstöðu og aðbúnaði heldur einnig viðmiðum, viðhorfi og hegðun gagnvart kvenkyns íþróttafólki.”

Hér er heimasíða starfsins: https://athenabasketball.com/

Átt þú frásögn?

Sendu þína frásögn hér inn á síðunni eða merktu söguna þína á samfélagsmiðlum #sidastasagan