Hvað var hann að hugsa þegar hann þjálfaði mig?

Ég hitti einu sinni þjálfara sem hafði verið með mig í einstaklingsþjálfun einhverjum árum áður utan æfinga og við spjölluðum. Eftir smá spjall sagði hann mér að ef að hann væri aðeins yngri myndi hann vilja giftast mér og talaði um útlit mitt. Eftir það hugsaði ég með mér: Hvað var hann að hugsa um mig á meðan hann var að þjálfa mig og mun hann nokkuð þjálfa mig aftur? Hann er enn að þjálfa konur og ungar stelpur í dag.