Þjálfari sýnir brjóstum leikmanns áhuga

# Nafnlaus fráögn

Fótbolti

Ég steig mín fyrstu skref í meistaraflokk 14 ára. Þjálfarinn hafði orð á því á nánast hverri einustu æfingu að ég væri með stór brjóst. Hann spurði mig líka óþægilegra spurninga varðandi brjóstin og brjóstastærð mjög reglulega, fyrir framan allt liðið og aðra sem nálægt voru. Þegar ég var ný búin í fitumælingu á hans vegum þar sem ég mældist 13% fita. Þá hafði hann fyrir því að segja öllum frá því að það væri allt í brjóstunum. Sami þjálfari þjálfaði líka yngri flokk karla þar sem hann spurði iðkendur hvort við stelpurnar værum ekki í rúnkminni þeirra. Þessi maður hefur þjálfað mörg félagslið kvenna og karla sem og yngri landslið.