Þjálfari sendir mér mynd af mér á sundfötunum

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti 2018

Þegar ég var í yngri landsliði árið 2018 æfði ég þar í heilt sumar sem varamaður. Vegna praktískra atriða gefur maður upp upplýsingar um símanúmer. 

Landsliðsþálfarinn followaði mig á Instagram sem ég kippti mér ekki upp við vegna þess að hann followaði fleiri í landsliðinu. Ég followaði ekki til baka. 

Árið eftir þá sendir hann mér einkaskilaboð með mynd af mér á sundfötunum. Hann spyr mig um snappið mitt. Mér fannst þetta mjög óviðeigandi. Hann er fullorðinn maður og á dóttur á svipuðum aldri og ég. 

Ég ætlaði að hunsa þetta en nokkrum dögum seinna er hann búinn að finna snappið mitt út frá símanúmerinu mínu. Ég sendi á hann að mér þyki þetta ekki viðeigandi. Hann afsakar sig og segir fyrirfgefðu. 

Eftir að hann sendi mér myndina af mér á sundfötunum sem ég var með á Instagram leið mér mjög illa með það. Ég skammaðist mín fyrir að hafa hana.

Hann er ennþá að þjálfa en ég lét þjálfara í mínu félagsliði vita af þessu. Ég veit ekki hvort þetta fór lengra. En ég veit að hann er búinn að vera þjálfa mikið af stelpum í landsliði.