# Nafnlaus fráögn
Körfubolti
Ekki valin í landsliðshópinn
Ég er landsliðskona í körfubolta og hafði spilað í landsliðinu í 8 ár. Eftir meiðslu missti ég af nokkrum leikjum en annars var ég oftast í liðinu eða æfingahóp.
A-landsliðsþjálfari óviðeigandi á samfélagsmiðlum
Ég sá myndir í story hjá A-landsliðs þjálfaranum mínum og mér blöskraði. Eftir að hafa séð all margar óviðeigandi myndir um kvennfyrirlitningu og sexulating á konur þá byrjaði ég að taka screenshot. Ég náði nokkrum screenshottum og málið fór inn á borð hjá KKÍ. Það næsta sem ég vissi var að landsliðið æfði í stórum hóp en ég var ekki á lista. Og já þjálfarinn veit að það var ég sem tók þessi screenshot og lét KKÍ vita.