# Nafnlaus frásögn
Körfubolti 2020
Í fyrra hjá mínu liði var búið að finna auglýsingar fyrir meistaraflokk karla en ekki kvenna. Við spiluðum fyrstu leikina án þess að hafa auglýsingar á búningunum. Það varð að okkar hlutverki að finna styrktaraðila til að styrkja okkur. Á meðan stráka megin var fólk sem sá um þetta fyrir þá.
Við vissum ekki af þessu fyrr en mjög seint. Ég veit um fleiri lið sem hafa lent í þessu.