Ef þú sendir myndir skal ég dæma betur

# Nafnlaust frásögn

Körfubolti

Dómarinn dæmir enn í dag

Það er dómari sem sendir mér skilaboð á Instagram fyrir leik sem hann dæmir hjá mér. Hann sendir mér oft kynferðisleg skilaboð um hvað ég er með flottan rass og hvað það er erfitt fyrir hann að einbeita sér í leikjum. Ég var orðin pirruð á þessu svo ég bað hann að hætta eða að ég myndi segja frá. Í næsta leik sem hann dæmdi hjá mér fékk ég tæknivillu frá honum og var ósátt.

Eftir leikinn sendi hann mér skilaboð um að ef ég sendi honum myndir af líkamanum mínum myndi hann dæma betur fyrir mig. Dómarinn dæmir ennþá í dag.