Vanhæfni þjálfara

# Nafnlaus frásögn

Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta 

Þarf raddir með reynslu til að segja frá

Mér finnst  kvennaknattspyrna eiga langt í land. Ég hef snúið baki í þennann heim. Ég fíla ekki gildin, mér finnst þau furðuleg. Mér finnst ég vera búin að berjast mikið og fannst þetta svo lýjandi og fór að pæla í öðru. Það þarf þessar raddir með reynslu til að segja frá. Ég gæti talið upp svo marga þjálfara sem eru ekki hæfir í kvennabolta. Þetta er gegnum gangandi, allt frá yngri flokkum til meistaraflokks. Stelpumegin fá flokkarnir reynsluminni, lélegri þjálfara. Sumir þjálfaranna mundu ekki fá að þjálfa karla megin.  Þróunin er ekki nógu góð. Landsliðið okkar er ekki nógu gott, hver heldur fólk að ástæðan sé? Eftir að hafa verið úti, þá fékk ég sjokk hvernig þjálfunin var, t.d leikskipulega og taktíkslega séð. 

Óánægja meðal leikmanna með þjálfarann

Landsliðsþjálfari kvenna hafði aldrei þjálfað mikið áður en hann tók við kvennalandsliðinu. Ég er ekki 100% viss en landsliðið var hans fyrsta lið til að þjálfa.  Hann hafði ekki einu sinni þjálfað yngri flokka held ég. Mér finnst þetta gleymast. Hann tekur við liðinu á algjörum prime-time. Þegar nokkrir leikmenn segja sína skoðun á honum við stjórnina, stendur sambandið við bakið á honum. Í umfjöllun á visir.is segir, “Hávær orðrómur hefur verið um óánægju meðal leikmanna landsliðsins með störf hans í töluverðan tíma”. Þjálfarinn tekur ákvörðunina um að fara í fjölmiðla og sambandið bakkar hann upp. Landsliðskonurnar sem sögðu sína skoðun voru frekjudollur.