Þakkar stuðningsaðilum fyrir stuðninginn – hvaða stuðning?

#Nafnlaus frásögn

Körfubolti

Í liði sem ég spilaði þá fékk karla liðið nánast allt upp í hendurnar. Kvennameginn þá var vilji hjá stjórninni að leggja liðið niður. Við stelpurnar tókum okkur saman og byrjuðum að safna pening, héldum kökubasar og fjáraflanir til að ná að halda starfinu gangandi. Á þessum tíma þá kemst liðið mitt upp um deild. Eftir það sendir formaðurinn mynd til styrktaraðila og þakkar stuðninginn. Þessi peningur fór ekki til okkar.