Það voru fjórar ásamt mér sem heldu áfram í fótbolta í þessu liði

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti – 2016

Við vorum alltaf með verri æfingartíma þrátt fyrir að við vorum að berjast um að komast í Pepsí deildina en strákarnir að standa sig ílla í 1.deildinni. Við fengum alltaf ömurlegustu rútuna í leiki sem voru ekki innanbæjar. Við fengum aldrei laun fyrir að spila, fengum sjúkraþjálfun og takkaskó. Þegar tímabilið byrjaði og maður bað um takkaskó þá var alltaf verið að spurja mann hvort manni vantaði í alvöru takkaskó.

Stjórnin bauð okkur á fund og skammaði okkur fyrir hversu oft við færum i sjúkraþjálfun.. og að það væri ekki boðlegt. Ég vissi að stjórnin nennti ekki neinu og gerði aldrei neitt fyrir okkur. En samt sem áður vorum við efstar í riðlinum okkar í 1 deild. Ég bað stjórnina um æfingarbúnað þar sem engin var í stíl. Ég vissi að meistaraflokkur karla hafði fengið æfingarbúnað þar sem ég var í sambandi með strák í meistaraflokki karla. Ég fór og kvartaði. Stjórnin bað mig þá um að panta allt, sem ég ákvað að gera. Ég mæti upp í búðina og fæ skilaboð um að panta það sem þarf. Þar panta ég síðermaboli og stuttbuxur sem er minna en karla liðið fékk. Svo er ég kölluð inn hjá rekstarstjóra liðsins. Hann skilur ekkert í því hvað ég var að kaupa og af hverju. Hann sýnir mér að meistaraflokkur kvenna sé bara með nokkra tíu þúsund kalla ALLT tímabilið. Ég fer þá að spyrjast fyrir hvað meistaraflokkur karla sé með. Þeir eru með mörg þúsund til að eyða út tímabilið. 

Mér finnst þetta alveg ömurlegt hreint. Enda splittaðist upp í liðinu og allar hættu eða skiptu um lið. Það var komið ótrúlega illa fram við okkur. Enda vorum við með rosalega lélega stjórn. Það voru fjórar ásamt mér sem heldu áfram í fótbolta í þessu liði.