Lykilmaður í kvennaliði vs. leikmaður karla sem er ekki alltaf í hóp

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti úrvalsdeild – 2011

Ég varð fljótt lykilmaður í félaginu mínu, á mínum fyrstu skrefum í meistaraflokk og spilaði alla leiki. Strákar á sama aldri og ég sem voru ekki alltaf í hóp töluðu um að félagið skuldaði þeim laun. Þetta fékk mig til að hugsa, og hvaða skilaboð þetta voru til mín.