Lið í fremstu röð – Mismunur til staðar en breytist milli ára

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti úrvalsdeild – 2019

Ég spila fótbolta í fremstu röð og í landsliðinu. Mér finnst launamunurinn vera stór þáttur sem er mjög ójafn fyrst og fremst! Og jújú við vitum alveg einhverjar skýringar á því – en samt mjög pirrandi! Aðbúnaður í liðunum sem ég hef verið í er ójafn og er að einhverju leiti ennþá til staðar. Þetta breytist vissulega á milli ára nánast. Karlaliðin fá betri æfingatíma. Fá æfingafötin fyrr. Karlaliðin fá að æfa á aðalvelli rétt fyrir leik hjá kvennaliðinu en kvennaliðið þarf að æfa á öðrum velli fyrir leik hjá karla liðinu. Oft fá þeir mat á einhverjum tímapunkti, fyrir eða eftir leik og þurfa ekki að biðja um það eða skipuleggja sjálfir. En kvennaliðið þarf að plana, gera sjálfar eða biðja um það.