Greiða leikmönnum aðeins laun ef þeir eru í landsliðinu – ekki raunin karla megin

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti – 2019/20

Dæmin eiga við í dag og hafa átt við í nokkuð mörg ár

Kvennaliðið þarf að aðstoða á heimaleikjum karlaliðsins en ekki öfugt. Sama á við um dómgæslu á yngri flokka mótum. Kvenna körfubolta og fótbolta liðið í félaginu deila saman klefa. Karfan fær afnot af klefanum yfir vetratíman og fótboltastelpurnar yfir vor/sumar tíman. Þetta á ekki við um karla liðið í körfu né fótbolta. Þeir eru með sama klefann allt árið um kring. Enginn annar fær afnot af þeim nema þeir. Það er búið að innrétta klefana þeirra með ísbaði, heitum potti, sjónvarpi, myndum af leikmönnum á skápunum o.s.frv. Körfuboltaliðið karla fékk sjúkraþjálfara með í hvern leik en kvennaliðið fékk sjúkraþjálfaranema. 

Alls ekki raunin karla megin

Ég man eftir atviki þar sem mér var tilkynnt í samningaviðræðum að það væri regla félagsins að greiða aðeins þeim leikmönnum (bæði í karla og kvenna) sem væru í landsliðinu. Þetta var alls ekki raunin karlamegin (2019/20).