# Nafnlaus frásögn
Fótbolti – 2012/13
Árið 2012/13 í liðinu mínu æfðum við seint á kvöldin eftir strákunum sem fengu betri æfingatíma. Strákarnir fengu fleiri æfingatíma á aðalvellinum fyrir leiki. Þjálfari meistaraflokks karla vildi ekki æfa á sama tíma og við þótt þeir væri bara að nota hálfan völl. Það myndaðist smá rígur á milli karla og kvennaliðsins og áttu sumir í karla liðinu erfitt með að samgleðjast okkur.