Fáum sjúkraþjálfara rétt fyrir mót

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti 2020

Það er ýmislegt sem má bæta 2020. Við erum ekki með klefa út af fyrir okkur, en strákarnir eru með sér klefa. Við erum ekki með sjúkraþjálfara. Við vorum að fá sjúkraþjálfaranema. Hún átti að koma á prufutímabil út Lengjubikarinn sem varð svo ekkert að, en hún hefði bara verið hjá okkur sem prufa. Strákarnir fá alltaf sjúkraþjálfara. En t.d í fyrra (2019) þá fengu þeir sjúkraþjálfara á undan okkur fyrir Lengjubikarinn. Við fáum bara sjúkraþjálfara rétt fyrir mót. Það verða jafn mikil meiðsl á veturnar og sumrin.