Ekki séns að við mættum sjást á svæðinu þegar það væri leikdagur”

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti 2013-2016 

Félagið er mikill karlaklúbbur en virðist allt vera á uppleið þar sem betur fer. Munurinn þar er helst að strákarnir eru “atvinnumenn” og allir á þvílíkt háum launum.

Þeir fengu alltaf æfingafötin á undan okkur og þrisvar sinnum fleiri föt en við stelpurnar. Þetta átti líka við um takkaskó, það tók alltaf langan tíma fyrir okkur stelpurnar að reyna að fá takkaskó. Á meðan strákarnir fengu nokkur pör en við biðum eftir einu pari. Strákarnir fengu alltaf að æfa á vellinum á leikdegi hjá okkur. Það var ekki séns að við mættum sjást á svæðinu þegar það væri leikdagur hjá þeim. Við vorum yfirleitt sendar að æfa annarsstaðar. 

Meistaraflokks karla klefinn er svona þrisvar sinnum stærri en okkar klefi og höfum við lengi tuðað yfir því. Alltaf er sagt að þetta eigi að breytast en það gengur hægt að við fáum stærri klefa, miðað við þetta stóra félag er synd að sjá hversu lítinn klefa og leikmenn komast varla fyrir í klefanum (2020).

Strákarnir fá nuddara daginn eftir leik og er nánast sjúkraþjálfari á hverri æfingu hjá þeim á meðan við þurftum að berjast fyrir að fá sjúkraþjálfara daginn fyrir leik til okkar (2019).

Þeir fá alltaf “bestu” tímana og höfum við oft þurft að lúffa fyrir þeim sérstaklega á helgaræfingum því þeir breyttu sinni æfingu þá fannst þeim bara sjálfsagt að við seinkum okkar æfingu vegna þess að þeir breyttu sínum æfingatíma. Þeir halda oft að þeir séu einir sem eiga völlinn. Þeir taka ekkert tillit til okkar (2019).

Í fyrra 2018 var styrktarþjálfunin okkar hörmuleg og var styrktarþjálfarinn sá sami fyrir karla- og kvennaliðið. Það var mjög áberandi hvað hann nennti engan veginn að sinna okkur og lagði engan metnaði í þjálfunina. Þegar strákarnir voru með leik, þá var mikilvægara að hann sleppti æfingu hjá okkur og tæki upphitun með strákunum. Einnig ef við vorum á lyftingaræfingu inni í lyftingarsal og meistaraflokkur karla mætti þar inn eftir fótboltaæfingu hjá sér. Þá datt hann bara í spjall við þá og hætti að pæla í okkur. En sem betur fer er þetta allt annað í dag þar sem við fengum nýjan styrktarþjálfara sem hefur metnað fyrir okkar starfi.