Völlurinn mokaður fyrir meistaraflokk karla

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti – 2019 

Strákarnir byrja að æfa strax – Okkur eru réttar skóflur

Á snjólögðum vetrardegi 2019 mættum við stelpurnar út á völl tilbúnar fyrir æfingu. Það var búið að moka annann helminginn fullkomlega af starfsmönnum liðsins (almennt starfsfólk sem vinnur fyrir félagið) yfir daginn fyrir meistaraflokk karla. En okkur eru réttar skóflur og fyrstu 30-40 mínúturnar fara í að ná snjónum af vellinum á meðan að strákarnir byrja sína æfingu strax. 

Mikið hugsanarleysi

Við vorum alls ekki sáttar, allt varð vitlaust í félaginu. Mynd frá okkur var send á samfélagsmiðla sem framkvæmdarstjórinn var ekki sáttur með. Hann kallaði okkur á fund og var ekki sáttur við að við höfðum farið með þetta á netið í staðinn fyrir að tala við hann, það var eins og hann væri að afsaka sig. Að það hefði verið ástæða fyrir að þetta hefði verið gert svona. Þjálfararnir sögðu að þetta væri í lagi, að við mundum skafa völlinn. Sem sagt, þetta lítur ekki út fyrir að vera það sem þetta er. En okkur fannst þetta mikið hugsunarleysi.