“Við vitum hvernig stelpur á þínum aldri hugsa, eru að pæla í að hætta og huga að barneignum”

# Nafnlaus frásögn

Boltaíþrótti – 2019

Á seinasta ári hætti ég í minni boltaíþrótt. Ég tók þá ákvörðun eftir að mér varð ljóst að þjálfarar liðsins höfðu engan áhuga á að rækta mig sem leikmann. Á undirbúningstímabilinu var mér tilkynnt að nota ætti ungan og efnilega leikmann í byrjunarliðið og ég átti að sitja á bekknum til að styðja hana. Allt í góðu, það var pirrandi en það var þeirra ákvörðun. En vandamálið var að þegar þeir tilkynntu mér þessa ákvörðun á fundi þá létu þeir nokkra gullmola frá sér:

“Þú ert svo gömul” (27ára)

“Við vitum hvernig stelpur á þínum aldri hugsa, eru að pæla í að hætta og huga að barneignum” (ég var eins einhleyp og hægt var að vera á þessum tímapunkti).

“Þú ert eins og mamman í liðinu, ert ástæðan af hverju sumar yngri stelpurnar ákváðu að vera áfram hjá okkur” (samt ekki gerð að fyrirliða sumarið áður). 

“Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, hún (yngri stelpan) kann tæknina sem við ætlum að nota”.

“Þú átt ekki það mörg ár eftir af ferlinum”

Svona töluðu þeir mig niður í klukkutíma, ég ætlaði fyrst að taka þessu, stíga inn í þetta hlutverk. Svaf á þessu og áttaði mig alltaf meira á hversu mikil karlremba og aldursfordómar þetta voru og ákvað því að hætta til að koma mér frá þeim. Missti allt álit á þeim sem þjálfurum og hef varla getað farið á leiki með fyrrverandi liðinu mínu þar sem ég get ekki horft á þá án þess að verða reið. Hefði þetta samtal átt sér stað við karlkyns leikmann í sömu stöðu? Leikmann með yfir 100 leiki í meistaraflokki? Vil líka bæta við að þegar ég byrjaði hjá þessu liði þá sagði annar þjálfari við mig í tengslum við mjaðmarmeiðsli eftir fall: “þú ert svo gömul (25ára), þú verður að passa þig þú ert með svo breiðar mjaðmir sem henta vel fyrir barneignir en þær eru ekki góðar fyrir fótbolta”

Ótrúlegt að mér líður samt eins og ég sé að vera með “drama” 🙄 þetta var alveg fáránlegt og það hefði ekki verið talað við strák á þennan hátt