# Nafnlaus frásögn
Handbolti – 2020.
Í rauninni það sem maður finnur mest fyrir er frá fjölmiðlum. Það eru beinar útsendingar annað hvort í sjónvarpi eða textalýsing á hverjum einasta leik í hverri umferð hjá strákunum en ekki kvenna megin. Við þurfum stundum eftir leik hjá okkur að spurja kunningja eða sjá á story hjá vini á instagram hvernig hinir leikirnir fara sem er vandræðalegt.
Þátturinn Seinni bylgjan á stöð 2 sport hefur verið síðustu ár. Þar er þáttur í einn og hálfan tíma um strákana í hverri viku. Farið er yfir hverja umferð hjá þeim á meðan það er farið yfir okkar umferð í svona 10 mín í þættinum, stundum ekki alltaf. Það eru sérstakir þættir um okkar leiki um einu sinni til þrisvar yfir heilt handboltatímabil.
Í Morgunblaðinu er farið ýtarlega yfir alla karla leikina á tveim síðum. En fyrir okkur er lítil grein sem fer rétt yfir hvaða lið unnu og stig. Þetta kemur stundum fyrir.
Ég ætla ekki að alhæfa að þetta sé alltaf svona en stundum kemur þetta fyrir. Mér finnst blaðamenn hafa lagað þetta eitthvað síðastliðin 3-5 ár en það má alltaf bæta þetta.