Þjálfari sendir mér óviðeigandi klámbrandara

#Nafnlaus frásögn

Körfubolti

Margir þjálfarar í deildinni hafa nýtt sér völd sín og átt óviðeigandi kynferðisleg samskipti við leikmenn. Ég spilaði erlendis. Þegar ég kem heim til Íslands fæ ég skilaboð frá þjálfara í íslensku deildinni. Hann segir hvað ég sé “hot” á profile myndunum mínum, ráðleggur mér hvaða mynd ég á að hafa í staðinn fyrir profile myndina mína. Seinna meir sendir sami þjálfari mér óviðeigandi klámbrandara.