Þjálfari sefur hjá leikmanni

#Nafnlaus frásögn

Körfubolti

Í liði sem ég var í var ég með þjálfara sem var giftur á fimmtugsaldri. Hann svaf hjá 21 ára leikmanni í liðinu. Það var mjög augljóst, hann trítaði hana öðruvísi en okkur stelpurnar. 

Mér finnst þetta svo siðferðisleg pæling. Ef þú ætlar að þjálfa lið, þá sefur þú ekki hjá leikmanni þó það sé samþykki fyrir því. Og ef þú gerir það, farðu að þjálfa annars staðar.