Þarf bara að pæla í því að mæta á æfingar

#Nafnlaus frásögn

Boltaíþrótt (2019)

Það er áhugavert að fara frá því að vera í toppliði í annað topplið. Í öðru liðinu finnst mér eins og ég sé í áhuga liði, ég þarf ég virkilega að vinna fyrir því að fá að spila íþróttina. Ég þarf að vinna margar mismunandi fjáraflanir á ári sem fara allar í að halda starfinu gangandi. Yfir í annað topplið þar sem umgjörðin er allt önnur. Ég fæ borgað fyrir að spila íþróttina, og þarf bara að pæla í því að mæta á æfingar.