Rök “Strákar svitna meira en stelpur”

# Nafnlaus frásögn

Handbolti 2017-2019

Ég man eftir nokkrum dæmum á ferli mínum þrátt fyrir að ég sé ung. 

Eitt dæmi er úr yngri landsliðunum í handbolta. Það er eiginlega lygilega mikill munur á umgjörð kvenna og karla landsliða á Íslandi. Við þekktum strákana nokkuð vel sem voru í landsliðinu á okkar aldri, og því sáum við vel hvað þeir fengu mikið sem við fengum ekki. Eins og til dæmis betri æfingafatnað, sjúkraþjálfara á allar æfingar, afslátt hér og þar og fleira (2017).  

Ég vil taka það fram að þetta er ekki bara í landsliðinu, einnig félagsliðunum. Ég hef spilað fyrir lið þar sem karlaliðið fékk alla “bestu” æfingatímana og við æfðum alltaf seint á kvöldin eða eldsnemma á morgnanna (9:30 á laugardegi….) (2018). 

Í öðru liði sem ég spilaði fyrir, fékk karlaliðið mikinn og flottan æfingafatnað. En við stelpurnar fengum tvo æfingaboli, stuttbuxur og áttum svo að nýta rest frá fyrra tímabilinu (upphitunarpeysu, buxur, mætingapeysu og fleira). Rökin sem við fengum fyrir því var að “strákar svitna meira en stelpur” (2019).