Kvennaliðið vinnur í fatahengi á meðan að karlarnir selja happadrættismiða

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti úrvalsdeild – 2019

Á hverju ári er haldið þorrablót og fjöldinn allur mætir af fólki. Meistaraflokkur karla heldur það, skipuleggur og selur happadrættismiða. Það er ekki inn í myndinni að meistaraflokkur kvenna fái að taka þátt í því. Við dúsum í fatahenginu og fáum einhvern smá pening á meðan að þeir safna margfalt meiri pening en við. Ég man hvað ég var nálægt því að snúa við þegar ég átti að fara að vinna á kvöldinu, ég ætlaði ekki að láta þetta yfir mig ganga.