Komið fram við okkur eins og við værum gestir á eigin stuðningsmannakvöldi

# Nafnlaus frásögn

Fótbolti – 2018

Í liði sem ég spilaði í var stuðningsmannakvöld fyrir meistaraflokk karla. Það hafði alltaf verið haldið einungis fyrir þá öll fjögur árin sem ég hafði verið í liðinu. Svo kom loks að því að okkur var boðið að vera með (eftir að við höfðum beðið um það). Við mættum allar. En þegar við mættum var komið fram við okkur eins og við værum gestir á stuðningsmannakvöldi meistaraflokki karla. Öll skemmtiatriði, ræður og uppstand tóku einungis mið af karla liðinu og enginn sem minntist einu sinni á okkar lið nema okkar eiginn þjálfari sem fékk að halda ræðu. Þarna sátum við í yfir tvær klukkustundir að hlusta á ýmsa menn fjalla um karla liðið sem að mættu ekki einu sinni sjálfir.