Kærastinn fær fjórum sinnum hærri laun en ég

#Nafnlaus frásögn

Handbolti – 2019/20

Ég er í liði einungis með kvennaliði en kærastinn minn spilar fyrir karlalið í bænum. Hann er að fá rúmlega fjórum sinnum meira borgað en ég. Við erum bæði í landsliðinu, ég hef verið lengur í því en hann. Ég er hálaunuð í mínu liði en veit að þessi launamismunur er til staðar víða!