Fengið að heyra að ég þurfi að brosa meira

#Nafnlaust frásögn 

Handbolti – 2020

Hef fengið athugasemdir um að ég sé fúl á svip

Varðandi mig persónulega þá hef ég alveg lent í einhverjum misrétti en ekki miklu, en samt nóg til þess að það fór mikið í taugarnar á mér.

Ég sjálf hef fengið að heyra að ég sé svo “fúl” þegar ég spila og að ég þurfi að brosa meira. Eins og það eigi greinilega að vera þannig að stelpur eigi að vera glaðar og brosandi þegar þær keppa. Aldrei myndi nokkurn tímann neinn segja þetta við karlkyns íþróttamann. Ég er einbeitt á svip, með keppnissvipinn og því ekki ástæða til þess að vera brosandi allan leikinn.

Eins og ég sé ekki að reyna á mig

Ég er alltaf máluð í hverjum einasta leik, það er eitthvað sem ég hef alltaf gert. Það gefur mér sjálfstraust og lætur mér líða betur, “you look good you play good”. Fyrir það hef ég fengið athugsasemdir, eins og ég sé bara að einbeita mér að því að vera máluð og sæt frekar en að leiknum. Og að ég sé ekki að reyna neitt á mig því ég lít út eins og ég sé að fara á árshátíð að leik loknum. Strákar setja í sig gel fyrir leik, á það ekki að gilda um það sama? Mér finnst bara að fólk eigi að fá að líta út eins og það vill þegar það kemur að því að keppa leiki.