Erlendur þjálfari fyrir íslenska kvennalandsliðið?

#Nafnlaus frásögn

Körfubolti – 2016 

Ég man þegar ég var í landsliðinu. Það var verið að endurráða þjálfara sem var lítil ánægja með innan liðsins. Á svipuðum tíma var verið að ráða erlendan þjálfara innan íslenska karlaliðsins, ég hitti stjórnarfólk innan KKÍ sem sammæltust því að þjálfari kvennaliðsins væri ekki það besta sem hægt væri að bjóða upp á. Ég spurði hvers vegna það væri ekki ráðinn inn erlendur þjálfari fyrir kvennaliðið og fékk þau svör frá kvennkyns stjórnarkonu að ástæðan væri að við værum ekki nægilega góðar á þessum tímapunkti. Stjórnin sæi fram á að liðið yrði betra innan nokkurra ára. Tek fram að þetta samtal átti sér stað fyrir þó nokkrum mörgum árum síðan. Karlaliðið fær enn metnaðarfulla erlenda þjálfara en kvennaliðið ekki.