# Nafnlaus frásögn
Handbolti – 2016-17
Þegar ég var í mínum uppeldisklúbbi þá voru bæði liðin í næst efstu deild á tímapunkti. Strákarnir voru þá í risastórum læstum klefa á neðri hæð hússins með sófa, sér sturtu, köldu kari og fleira. Við áttum ekki okkar eigin klefa og notuðum sama klefa og skólarnir og yngri flokkarnir á efri hæðinni. Þetta breyttist þó eftir mikinn bardaga frá okkur (strákarnir urðu ekki sáttir).