Deilum klefa með fótboltastelpunum og skólakrökkum

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti 2014/15

Gott dæmi um það hvað “stórveldið” mismunar á milli kynjanna er búningsaðstaðan. Meistaraflokkur karla í körfunni á sér klefa sem er alltaf læstur, sem og karla liðið í fótboltanum. Meistaraflokkarnir kvenna megin deila einum klefa sem er helmingi minni er karlaklefarnir. Fótboltastelpurnar eiga klefann á sumrin en körfuboltastelpurnar á veturna. Ekki nóg með það að við deildum þessum klefa okkar á milli heldur er hann ólæstur á daginn og 20+ krakkar nota hann á skólatíma.