# Nafnlaus frásögn
Fótbolti úrvalsdeild – 2019
Daginn fyrir leik mæti ég á æfingu. Þar blasti við mér flott auglýsingarskilti fyrir leik strákanna sem átti að vera á eftir okkar leik. En leikurinn sem við áttum að spila daginn eftir var ekki auglýstur. Ég sendi formanninum póst og sagði að þetta væri fáránlegt. Mér var svarað að þeirra skilti kostaði svo mikið að þess vegna væri það komið upp. En það var ekki lagt í það að útbúa skilti sem kostar nánast ekki neitt miðað við þeirra flotta skilti og stilla því upp til auglýsa okkar leik.