Blaðamaður lét eins og við værum ekki til

# Nafnlaus frásögn

Handbolti – 2018

Það var blaðamannafundur fyrir bikarúrslitahelgi. Leikmenn og þjálfarar meistaraflokks karla og kvenna vorum öll mætt. Þá kom þessi tiltekni blaðamaður og heilsaði öllum körlunum en yrti ekki á okkur konurnar. Ég er að tala um að hann heilsaði og tók í höndina á öllum körlunum. Hoppaði yfir okkur konurnar. Svo þegar fundurinn var búinn var öllum blaðamönnum boðið að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara. Það var tekið æðisleg viðtöl við meistaraflokk karla, þeirra fulltrúa og þjálfara. En ekki við okkur. Þegar við vorum öll að kveðjast þá sagði hann “sjáumst strákar” þó að við værum þarna líka. Ég upplifði gríðarlegt misrétti í þessum aðstæðum.