Án æfingafatnaðar í heilt sumar

 # Nafnlaus frásögn

Fótbolti lið í úrvalsdeild – 2019  

Tveir leikmenn fengu ekki æfingaföt

Ég sem fyrirliði liðsins þurfti að sjá um að safna saman stærðum og númerum æfingafatnaðar leikmanna. Starfsmaður tók við og pantaði fatnaðinn. Tveir leikmenn bættust við og sent var ítrekað á starfsmanninn að panta fyrir þær. Ekkert gerðist. Ein þeirra mætti meira að segja á skrifstofuna og bað hann um að panta.

Karlaliðið með sér geymslu með æfingasettum

Heilt sumar leið án þess að þær tvær fengu nokkurn búnað. Þetta var ekki efst á lista að panta æfingaföt fyrir kvennaliðið meðan meistaraflokkur karla er með sér geymslu í húsinu þar sem æfingasett í öllum stærðum er til þar sem nýir leikmenn fá strax búnað.