# Nafnlaus frásögn
Körfubolti – 2015
Höfðum enga rödd í umræðunni sem leikmenn liðsins
Stjórn ákvað að henda kvennaliðinu niður um deild. Ég var í meistaraflokk kvenna í X þegar stjórn félagsins ákvað (fyrir liðið og þjálfarann) að við myndum ekki keppa í úrvalsdeildinni. Liðið var sent niður í fyrstu deild. Ég var búin að skrifa undir samning og var spennt fyrir komandi tímabili. Við yrðum ekki eins sterkar og árið áður en við hefðum haft gott af því að berjast við góð lið og bæta okkur.
Ákvörðunin tekin fyrir okkur
Það var þokkalega stutt í mót þegar við erum boðaðar á fund og ákvörðunin hafði verið tekin fyrir okkur. Stjórnin ræddi þetta ekki við okkur, það var enginn möguleiki á að koma sínum skoðunum fram. Þeir leikmenn sem að vildu spila í úrvalsdeild var velkomið að rifta samningi sínum og fara annað sagði stjórninn.
Vanvirðing
Ég skipti um lið. Þetta var svo mikil vanvirðing fyrir því sem við ætluðum okkur á þessum tíma. Við höfðum enga rödd í umræðunni sem leikmenn liðsins.