Karlaliði í sömu stöðu hefði verið bjargað

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti – 2018/19

Söfnun hefði verið sett af stað

Ég var í liði sem dregið var úr úrvalsdeild, aldrei nokkurn tíman mundum við sjá karlalið í efstu deild verið dregið úr deildinni. Það voru fáir sem komu að þessari ákvörðun. Ég efa að ef við hefðum fundað fleiri saman, hefðum við komist að annari niðurstöðu. Við hefðum fundið einhverja lausn. Ef að þetta hefði gerst karlamegin hefði meira fólk komið að ákvörðuninni, og ferlið tekið lengri tíma. Söfnun hefði verið sett af stað og karlaliðinu bjargað. Ég var búin að spila í þrjú ár í X (liðinu), það voru bætingar hjá leikmönnum. Umgjörðin var góð, við vorum með okkar eigin klefa, góða æfingatíma og liðin voru auglýst jafnt. Ef að félag getur náð í nógu marga leikmenn þá finnst mér að það eigi ekki að draga lið úr keppni. Það var vel hægt að manna liðið. Áður en liðið var dregið úr keppni töluðum þjálfararnir um að ná í nokkra leikmenn. En daginn eftir var talað um að líklegt væri að liðið væri dregið úr deildinni. 

Tvö meistaraflokkslið kvenna megin nota klefa saman ásamt skólakrökkum

Ég hafði ekkert val en að finna mér annað lið. Í því liði var liðið ekki með aðgang að klefa vegna þess að kvenna fótboltalið notaði hann á þessum árstíma. Karlaklefinn var uppgerður, mjög flottur og alveg sér fyrir þá allt árið.

Þegar ég gat notað klefan, notuðu skólakrakkar hann á daginn. Félagið lét skólakrakka aldrei í karla klefa meistaraflokkanna en það var í lagi að nota okkar klefa sem tvö meistaraflokks lið notuðu. 

“Æji okkur var gleymt aftur”

Tölfræðin var vitlaus fyrir kvennaliðið en ekki karlaliðið. Stundum gleymdist að auglýsa leikina okkar.. “Æji okkur var gleymt aftur”.