# Nafnlaus frásögn
Körfubolti – 2019/20. Úrvalsdeild
Ég hef æft körfu í rúm 20 ár. Á þessum tíma hefur margt breyst til hins betra. Í denn var Íslandsmeistarabikarinn töluvert stærri hjá körlunum en konunum. Hér eru dæmi frá síðasta tímabili 2019/20.
- Auglýsing á kvenna boltanum skiptir miklu máli hér. Það kom nokkrum sinnum fyrir að það gleymdist að auglýsa leikina okkar í vetur. Það kom auglýsing um karla leikinn sem var einum eða tveim dögum á eftir okkar leik en ekki okkar leik.
- Oft var live feed frá undirbúningi karla leikja sem leikmenn sáu ekki um en ALDREI gert á kvennaleikjum.
- Meistaraflokkur kvenna fá minni klefann og þurfa að deila með yngri flokkum. Karla klefinn er BARA fyrir meistaraflokk karla. Það kom einnig oft fyrir að það var karla flokkur í klefanum við hliðin á sem við deilum sturtum með.
- Dominos körfuboltakvöld hefur töluvert auglýst kvennaboltann en tekur bara einn kvennaleik fyrir í hverjum þætti á meðan það er talað um ALLA karla leikina þá umferðina.
- Karlaliðið er með sjúkraþjálfara, við erum með sjúkraþjálfaranema.
- Meistaraflokkur kvenna mannar ritaraborð á karlaleikjum en langoftast eru yngri flokkar að manna leikina hjá okkur.