Treystum því ekki að fá krónu af ágóðanum

#Nafnlaus frásögn 

Körfubolti – 2020

Eins og staðan er núna (2020) er fjárhagur kvennaliðsins hér í bæ mjög góður en karlaliðið er alveg á kúpunni. Formaðurinn hefur slúðrað um það hér í bænum að við stelpurnar nennum ekkert að fjárafla. Af því við höfum ekki tekið þátt í einhverju sem hann er að skipuleggja. Bæði af því við þurfum þess ekki og líka af því að við treystum því ekki að við fáum krónu af ágóðanum.