Þurftum að hætta í miðri sókn á spilæfingu

#Nafnlaus frásögn 

Körfubolti – 2018

Við vorum einu sinni á æfingu í miðri sókn á spilæfingu þegar körfurnar voru allt í einu á leiðinn upp (verið að ganga frá þeim upp í loft). Það átti að byrja handboltaleikur karla eftir einn og hálfan tíma og það átti að fara að setja upp salinn. Þetta hafði aldrei verið vesen nema í þetta skipti að klára æfingu í innsta sal en hentaði ekki sjálfboðaliðum handboltans.