Tekur karlaliðið fram yfir kvennaliðið

#Nafnlaus frásögn

Körfubolti – 2010

Tímabilið 2010 vorum við með þjálfara sem þjálfaði bæði karla og kvennaliðið. Hann lét það mjög bersýnilega í ljós allt tímabilið að hann tók karlaliðið alltaf fram yfir okkur. Hann fór með þeim í leiki frekar en okkur o.s.frv. Við féllum niður í 1. deild þetta tímabilið sem var mjög súrt og við vorum auðvitað hrikalega svekktar eftir síðasta leikinn þegar ljóst var að við værum fallnar. Hann tók mjög furðulegan pól í klefanum eftir leikinn og talaði mikið um að þetta væri gott fyrir okkur sem lið við værum ekki tilbúnar til að vera í úrvalsdeild.