Stjórnamaður veit ekki hver ég er

# Nafnlaus frásögn 

Körfubolti – 2015

Ég spilaði með félagi í tvö ár sem kallar sig “stórveldi” á íslenskum mælikvarða. Ég var besti leikmaður meistaraflokks kvenna í körfubolta þessi tvö ár. En ég fann fyrir miklum mun á áhuga og framkomu við mig og mitt lið miðað við karlaliðið. 

Í dag fatta ég hvað þetta er hlægilegt og glatað

Einu sinni labbaði ég inn í sal á leik hjá meistaraflokk karla í mínu félagi en var stoppuð í hurðinni. Maðurinn í hurðinni var stjórnarmaður hjá félaginu og gaf í skyn að ég þyrfti að sýna fram á að hafa borgað mig inn á leikinn. Ég var mjög hissa yfir því að hann vissi ekki hver ég væri og eftir óþægilega þögn þá segi ég að sé meistaraflokks kvenna leikmaður hjá félaginu. Hann afsakar sig og hleypir mér inn. Á þeim tíma hugsaði ég ekki mikið út í þetta, þetta var bara óþægilegt og nett pirrandi. Í dag fatta ég hvað þetta er hlægilegt og glatað. Stjórnarmaður sem ég á að treysta að hann beri hag minn fyrir brjósti í því að efla kvennastarfið hjá félaginu, veit ekki einu sinni hver ég er.