Setti hana í mjög óþægilega stöðu sem atvinnumaður

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti – 2015-2016

Hittum þjálfarann okkar fullann niðrí bæ

Þjálfarinn minn hafði verulega áhrif á vanlíðan leikmanns frá Bandaríkjunum. Hún var að spila í fyrsta skipti erlendis sem atvinnumaður og fór eitt kvöldið niður í bæ með mér. Fyrir tilviljun hittum við þjálfarann okkar sem var fullur. Hann var í engu standi til þess að ræða við okkur.

Vandræðalegt og óþægilegt það sem eftir var

Hann byrjar á því að hrósa henni fyrir körfubolta hæfileika hennar. Segir vinum sínum hvað hann sé ánægður með hana í liðinu. Hann gengur of langt og tekur hálfpartinn utan um hana og fer að tala um hvað hún sé falleg og eitthvað fleira í þá áttina. Við drifum okkur í burtu. Tímabilið var ekki búið og þetta var mjög vandræðalegt og óþægilegt það sem eftir var. Henni þótti þetta mjög ófagmannlegt og þetta setti hana í mjög óþægilega stöðu sem atvinnumaður.

Þetta var það sem hann var að hugsa 

Nokkrum árum seinna eftir að þessi þjálfari var hættur með liðið þá hitti ég og annar leikmaður hann á samkomu þar sem margir íslendingar úr körfuboltasamfélaginu voru komnir saman til að fagna. Þar er hann einnig í glasi og kemur upp að okkur með glott í framan. Hann fer að segja okkur að nú þegar hann er ekki þjálfarinn okkar lengur þá má hann nú segja okkur hvað við lítum vel út. Þetta fannst mér vel skítt og kemur upp um svo margt í hans hegðum þegar hann var þjálfarinn okkar á sínum tíma, þetta var það sem hann var að hugsa (2017).