Þjálfari bauð leikmanni á hótel

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti –  2012 

Þegar ég var leikmaður úti í Bandaríkunum vildi aðstoðarþjálfari minn í menntaskóla koma í heimsókn til mín í háskólann og horfa á leik. Það var ekkert varhugavert við það. Nema hann vildi bara koma og keyra með mér niður á strönd eftir leik og gista með mér á hóteli. Ég auðvitað þvertók fyrir þetta, enda algjörlega óviðeigandi. Ég var þarna rétt um tvítugt og maðurinn að nálgast fimmtugt.